Select Page

June 6th. 2020 – Iceland Running Festival

Íslandsmaraþon, hálft, 10km & 5km.

info in english below in red.

COVID-19 útfært hlaup. Aðeins 200 sæti í hverri vegalengd 5km, 10km, hálft og heilt maraþon. Start með útfærslu þar sem bil verður 2 metrar milli allra, þannig að hvert start á að klárast á innan við einni mínútu. Hröðustu hlauparar fremst osfrv. Flögutími gildir.

Iceland Running Festival er hlaupaveisla sem fram fer laugardaginn 6. júní 2020. Öll hlaupin hefjast og enda við Nauthólsvík. 5km, 10km og hálfa maraþonið eru löglega mældar brautir samkvæmt reglum FRÍ. Í ár verður maraþonið 2 x hálf maraþon hringurinn. Viðburðurinn mun árlega fara fram á fyrsta laugardegi í júní.

Allt skemmtilegar og góðar hlaupaleiðir. Forskráning fer fram á hlaup.is og er hægt að forskrá sig í hlaupið til kl. 21:00 fimmtudaginn 4. júní.

Staðsetning
Öll hlaupin hefjast og enda við Nauthólsvík. Íslandsmaraþon hefst kl. 7:00 / hálft maraþon kl. 9:00 / 10km kl. 9:15 og 5km kl. 9:30.

Vegalengdir

  • 5 km: Brautin liggur með sjónum að Suðurgötu, Einarsnes í austur og til baka með sjónum alla leið í Nauthólsvík. Verulega “hröð” braut.
  • 10 km: Brautin er flöt og hröð um stíga við Öskjuhlíð og vestur á Ægissíðu og til baka.
  • 21,1 km / Hálfmaraþon: Brautin liggur um Reykjavík, Kópavog, Arnarnes og Garðabæ.
  • Íslandsmaraþonið í ár verður 2 x hálfmaraþon hringurinn.

Allt skemmtilegar og góðar hlaupaleiðir.

Forskráning fer fram á hlaup.is og er hægt að forskrá sig í hlaupið til kl. 21:00 fimmtudaginn 4. júní

Skráning og skráningargjöld

  • 5 km – 2.500 í forskráningu til kl. 21:00 4. júní og kr. 3.000 þann 5. júní.
  • 10 km – 2.500 í forskráningu til kl. 21:00 4. júní og kr. 3.000 þann 5. júní.
  • 21 km – 4.000 í forskráningu til kl. 21:00 4. júní og kr. 5.000 þann 5. júní.
  • Íslandsmaraþon – 5.000 í forskráningu til kl. 21:00 4. júní og kr 6.000 þann 5. júní.

Hlaupagögn skal sækja í verslunina Sportvörur, Dalvegi 32a, Kópavogi á föstudag kl 11-17:00.

Aldurstakmark

Íslandsmaraþon 42,2km: Hlauparar verða að vera 18 ára á árinu.

  • 21,1 km: Hlauparar verða að vera 15 ára á árinu.
  • 10 km og 5km: engin aldurstakmörk.

Þátttakendur hlaupa á eigin ábyrgð.

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, í kvenna- og karlaflokki, í hverri vegalengd, 5 km, 10, 21.1 km og Íslandsmaraþoni.

Þjónusta
Boðið verður upp á vatn og íþróttadrykk eftir um 10km snúningspunkt í Garðabæ í hálfa og heila maraþoninu (og sama á seinni hring hjá maraþonhlaupurum). Einnig við endamarkssvæði þegar maraþonhlauparar hefja seinni hringinn. Munið eftir eigin drykkjaríláti. Í 10 km hlaupinu verður ekki drykkjarstöð, en boðið verður upp á Hleðslu við endamarkið og Bragginn verður með tilboð fyrir hlaupara. Vegna Covid19 útfærslna verður einföld verðlaunaafhending við endamarkið um hálftíma eftir að fyrstu þrír koma í mark í hverri vegalengd. Listi yfir útdráttarvinninga og vinningshafa koma á heimasíðuna og skal sækja í verslunina Sportvörur. Myndir og myndbönd frá hlaupinu verða svo birt við fyrsta tækifæri. Úrslit koma beint inn á www.hlaup.is

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu hlaupsins og einnig má senda póst á ivar@komaso.is. Einnig má hringja eða senda skilaboð í farsíma 8242266.

Allir eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum og fréttum á Facebook síðu hlaupsins, svo sem varðandi útdráttarverðlaun, endamarksfjör og fleira! Við mælum með að melda sig inn á viðburðarsíðu hlaupsins. https://www.facebook.com/events/904654506553068/

English

The Icelandic Running Festival i.e. the Iceland Marathon, half, 10k and 5k will be on Saturday 6 of June 2020. Run, fun and festival. Iceland Marathon is new, but the half marathon, 10 km and 5 km races are same as last year.

Very nice and scenic routes and all distances are all legally measured. Start and finish by the beach of Nauthólsvík in Reykjavík, where there will be lots of fun. See rutes below. Start of the marathon is 7am, the half marathon at 9am. Start of 10km at 9:15am and 5km at 9:30am.

The event will always take place the first Saturday in June. For further information please follow the  Facebook site of the event

 

 Hlaupaleiðir / Routes

5 km

10 km

Half marathon

Almenna upplýsingar um Iceland Running Festival og framkvæmd.

Reglur: Hlaupin 2020 eru 5km, 10km, hálft maraþon og heilt maraþon, löglega mældar vegalengdir samkvæmt reglum FRÍ.

Upphafsstaðir allra vegalengda eru í Nauthólsvík, á göngustíg fyrir neðan HR. Öll hlaupin enda við enda heita pottsins í Nauthólsvík.

Dómari frá FRÍ verður viðstaddur hlaupin.

Hlaupanúmer skal festa framan á bol/brjóst og vera vel sýnilegt.

Boðið verður upp á vatn og íþróttadrykk eftir um 10km snúningspunkt í Garðabæ í hálfa og heila maraþoninu (og sama á seinni hring hjá maraþonhlaupurum). Einnig við endamarkssvæði þegar maraþonhlauparar hefja seinni hringinn. Í 5km og 10km hlaupum verður ekki drykkjarstöð.

Tímataka með flögu.

Við upphaf og endamark er salernisaðstaða, fatahengi og góð aðstaða fyrir hlaupara í Nauthólsvíkinni. Nægt bílastæðapláss er fyrir ofan Nauthólsvík og við HR.

Eftir hlaup fá þátttakendur Hleðslu frá MS og annað.

Aldurstakmörk: Maraþon, 42,2 km, er ætlað hlaupurum 18 ára og eldri. Hálft maraþon, 21,1 km, er ætlað hlaupurum 15 ára og eldri. Þeir sem keppa í 10 km götuhlaupi þurfa að hafa náð 12 ára aldri. Engin aldurstakmörk eru í 5 km götuhlaup. Aldurstakmörk miðast við almanaksárið, þegar hlauparinn nær hinum tiltekna aldri.

Ábyrgð hlaupara. Allir hlauparar eru á eigin ábyrgð í viðkomandi hlaupi, börn eru á ábyrgð foreldra. Hlaupurum er skylt að kynna sér til hlítar þær reglur sem gilda um hlaupið. Hlauparar skulu kynna sér almenn atriði er varða hlaupið svo sem, hlaupaleið, rástíma, tímatakmörk, drykkjarstöðvar, hraðahólf o.sv.fr.. Hlaupara er skylt að hafa keppnisnúmer sýnilegt að framan og fyrir ofan mittishæð allt hlaupið.

Hlaupari ber ábyrgð á tímatökuflögunni sem hann fær úthlutað og að fylgja leiðbeiningum um staðsetningu hennar. Hver hlaupari má eingöngu hafa eina flögu í hlaupinu og skal hún vera skráð á hans nafn.

Hlaupahaldari: Hressandi ehf.  Ábyrgðaaðili: Ívar Trausti Jósafatsson, 120661-3889, Þingvaði 31, 110 Reykjavík.

Experience the feeling at the 42nd  Copenhagen Marathon on May 16, 2021

The CPH Half 2021 is held on Sunday, September 19, starting at 11:15 am.

Sponsors

Thank You To Our Partners